Topp 10 – Hlutir sem vantar á Akureyri

Eins og við vitum öll er Akureyri besti staður í heimi, bæði til að búa á og til að heimsækja. Það er erfitt að finna eitthvað sem gæti mögulega gert bæinn betri en við ákváðum samt að reyna. Hlutirnir hér að neðan eru uppástungur Kaffið.is að því hvernig megi bæta bæinn okkar.

10. H&M

Nú þegar H&M hefur opnað á höfuðborgarsvæðinu þurfum við að fá það líka. Imperial ríka fólksins.

9. Lúxus sal í bíó

Bíósalir bæjarins hafa leikið ófáa einstaklinga grátt í gegnum tíðina. Það er ekki nokkur leið til þess að leggja sig í bíóhúsum Akureyar ef myndin er léleg í þessu ástandi. Akureyringar eiga betra skilið.

8. Lazer tag

Það eru ákveðin mannréttindi að geta nálgast Lazer tag hvenær sem er. Því miður hefur lítið verið gert í þessum málum hjá Akureyrarbæ.

7. Tónleikastaði

Græni Hatturinn er frábær en hvað með þá sem fíla ekki Dimmu eða Hvanndalsbræður? Það er frábær tónlistarsena hér á Akureyri sem þarf fleiri staði til að njóta sín.

6.Costco

Nennum við að keyra í 5 klukkutíma til að komast hjá því að láta íslenska markaðinn taka okkur í rassgatið? Nei.

5. Strönd

Ókei ókei, smá óraunhæft. En væri samt alveg gaman.

4. Skemmtistað

Við förum sennilega að fá á okkur kæru fyrir ærumeiðingar gegn Pósthúsbarnum en það er ekki hollt fyrir neinn að þetta sé eini skemmtistaður bæjarins. Ég geri ráð fyrir því að Akureyringar séu betri en það en að sætta sig við að dansa við Eurotechno útgáfu af Let It Be og Final Countdown hverja helgi. (Uppfært 2020: Nú er Pósthúsbarinn farinn og ekkert komið í staðinn. Óásættanlegt ástand.)

3. Heimsendan mat

Ég elska pítsu alveg jafn mikið og næsti maður, jafnvel aðeins meira, en það eru fleiri góðar tegundir af mat til. (Uppfært 2020: Hér höfum við bætt okkur! Sjá nánar: Hvar er heimsent á Akureyri?)

2.Keiluhöll

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við Akureyringar getum sjálfum okkur um kennt hérna. Við áttum fína keiluhöll en komum ekki fram við hana af nægilega mikilli virðingu. Nú er hún dreifð um allan Eyjafjörð og hver veit hvort við fáum nokkurn tíman annað tækifæri.

1.KFC

Að sjálfsögðu er KFC í fyrsta sæti. Umræðan um að fá KFC til Akureyrar hefur fylgt bænum frá örófi alda. Gefum KFC góðan stað á Akureyri svo Akureyringar geti gætt sér á alvöru erfðabreyttum kjúkling. Kjúklingurinn í Hagkaup (HFC) hefur þjónað okkur vel í mörg ár en hann dugar einfaldlega ekki lengur, við gerum kröfu á Boxmaster og Zinger Tower borgara.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó