Topp 10 – Aðstæður sem ég höndla ekki

Topp 10 listinn heldur áfram hérna á Kaffinu. Öll þekkjum við það að vera stödd í aðstæðum þar sem okkur langar að hverfa. Ég tók saman þær 10 aðstæður sem ég ég höndla illa og hreinlega hata að lenda í.

klipping
1. Þegar að ég fer í klippingu og hárgreiðslukonan byrjar pínlegt kurteisisspjall. Nennirðu ekki bara að halda kjafti og klippa mig?

tala-ensku
2. Þegar ég er staddur í hóp, einn er enskumælandi og ég þarf að tala ensku í kringum Íslendinga.

segja-hallo
3. Þegar ég mæti persónu sem ég þekki smá, erum kannski vinir á Facebook en veit ekki hvort ég eigi að heilsa.

brynju-is
4. Þegar ég stend i röð í ísbúð, það kemur að mér og ég er ekki búinn að ákveða mig. Ég varð einu sinni svo stressaður að ég pantaði það sama og gaurinn á undan mér. Sá var með banana sjeik.

walking-dog
5. Þegar ég mæti hundi, maður veit aldrei hvað þessi kvikindi taka uppá.

youtube
6. Þegar einhver sýnir mér youtube myndband sem á að vera geðveikt fyndið en er það ekki.

instagram
7. Like-a óvart mynd á instagram … á ég að taka það í burtu?

vondur-matur
8. Þegar mér er boðið i mat og maturinn er viðbjóður.

fret
9. Að vera á dansgólfi og finna fret lykt, ætli fólk fari að klína þessu ógeði á mig?

veraibil
10. Að vera staddur í bíl með einhverjum sem heldur að hann sé a Bíladögum og keyrir eins fífl.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó