Vara við dökkklæddum manni sem reyndi að nálgast ungar stúlkur á Akureyri

Vara við dökkklæddum manni sem reyndi að nálgast ungar stúlkur á Akureyri

Foreldrar barna í Giljaskóla á Akureyri fengu í gær póst vegna manns sem reyndi að ná athygli stúlkna í skólanum. Í póstinum segir frá dökkklæddum manni sem var á skólalóðinni að benda stúlkum að koma til sín og að hann hafi jafnvel elt þær og gert hræddar. Maðurinn er sagður hafa verið í úlpu með loðkraga og með svarta húfu.

Einnig barst ábending frá tveimur stúlkum sem voru ofan við Vestursíðu um mann á miðjum aldri sem var á litlum gráum bíl. Stúlkurnar hlupu burt frá honum þegar hann stöðvaði bílinn og reyndi að ná tali á þeim.

Atvikin hafa verið tilkynnt til lögreglu sem fylgist grannt með málinu þrátt fyrir að hafa engan grunaðan í augnablikinu.

„Hvetjið börnin ykkar til að gæta sín vel, forðast jafnvel að vera ein á ferð þegar dimmt er, og endlega að koma til okkar nákvæmum upplýsingum ef þau verða t.d. vör við að einhver ókunnugur reyni að nálgast börn í hverfinu,“ segir í tölvupóstinum.

Sambíó

UMMÆLI