Viðvörun vegna svifryksmengunar á Akureyri

Viðvörun vegna svifryksmengunar á Akureyri

Þar sem veðurhorfur í dag og næstu daga á Akureyri eru þannig að götur eru þurrar, hægur vindur og kalt í veðri má búast við að svifryksmengun á Akureyri fari yfir heilsuverndarmörk.

Því hefur verið birt viðvörun á heimasíðu Akureyrarbæjar þar sem þeim sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börnum er bent á að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna.

Best er að skoða stöðu mála á vef Umhverfisstofnunnar og velja Akureyri sem mælistöð. Til að fá upp gildi fyrir stöðu mála hér er ýtt á hnappinn fyrir Akureyri.

UMMÆLI