Prenthaus

Yfir 3000 áhorf á Bjarna og snjóblásarann

yfir 3.000 manns horft á mynd­skeið af Bjarna Gunn­ars­syni, öðrum eiganda kaffi­hús­sins Gísli, Ei­rík­ur, Helgi á Dal­vík, blása snjó af stétt­inni fram­an við kaffi­húsið sitt í morg­un. Klæðaburður hans er það sem hefur vakið athygli en hann er aðeins klæddur stuttbuxum, stuttermabol og strigaskóm.

Kona Bjarna, Krist­ín Aðal­heiður Sím­on­ar­dótt­ir sem á og rekur með honum kaffihúsið tók hann upp í morgun þar sem þetta þótti afar fyndið,  en Bjarni kveðst ekki eiga neinn snjógalla, en seg­ist eiga góða úlpu. „Stutt­bux­urn­ar blífa al­veg all­an árs­ins hring.“
Bjarni hafði ekki hugmynd um vin­sæld­ir mynd­skeiðsins. „Það er gott að það þarf ekki meira til að gleðja fólk en þetta,“ sagði hann og hló.

UMMÆLI