Akureyri-Færeyjar

10 starfsmenn SAk í sóttkví

10 starfsmenn SAk í sóttkví

Alls eru tíu starfsmenn á Sjúkrahúsinu á Akureyri í sóttkví. Kórónusmit kom upp á Vísindadegi sjúkrahússins í síðustu viku tengt utanaðkomandi fyrirlesara. Vikublaðið greinir frá.

Þá segir Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, í samtali við Vikublaðið að fyllstu varúðar hafi verið gætt en talið öruggast að nokkrir færu í sóttkví. „Þeir sem eru í sóttkví fara í skimun á fimmtudag og geti komið aftur til starfa um leið og neikvæð niðurstaða liggi fyrir.“ Hún segir að sóttkví starfsfólksins hafi ekki valdið alvarlegri röskun á starfi sjúkrahússins, „en hugsanlega þarf þó að fresta lítillega einstaka aðgerðum.“ 

Starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri má nú ekki fara til höfuðborgarsvæðisins, sem núna er skilgreint sem rautt svæði, nema brýna nauðsyn beri til. Þurfi starfsfólk sjúkrahússins að fara til höfuðborgarsvæðisins ber því að fara í svokallaða sóttkví C og þarf þá að bera grímu í tvær vikur eftir að það mætir aftur til starfa og gæta tveggja metra reglunnar.

UMMÆLI