11 brugghús á Sumar- og bjórhátíð LYST

11 brugghús á Sumar- og bjórhátíð LYST

LYST í Lystigarðinum mun halda Sumar- og bjórhátíð þann 22. júlí næstkomandi. 11 íslensk brugghús munu mæta á staðinn og boðið verður upp á pizzur, sushi og allskyns bakkelsi. Um kvöldið verður svo lifandi tónlist á svæðinu.

„Við erum ótrúlega spennt að halda Sumar & bjórhátiðina, í fyrra heldum við sumarhátíð með einu brugghúsi en í ár koma mun fleiri ásamt stöðum sem sjá um mat og aðrar veitingar. Hægt verður að kaupa armbönd sem veita endalausan bjór yfir hátíðartímann,  ásamt því að veita afslátt á mörgum af bestu veitingastöðum og börum á Akureyri yfir alla helgina. Fyrir þá sem vilja svo bara kíkja í 1-2 bjóra verða líka stakir bjórar og klippikort til sölu, öll velkomin. Við erum alveg ótrúlega þakklát hvað allir vilja hjálpa að gera þetta stærra og skemmtilegra,“ segir Reynir Gretarson eigandi LYST.

Allar helstu upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI