9 ára drengur safnaði fyrir Björgunarsveitina á Dalvík

Davíð Þór afhendir björgunarsveitarmanninum Hauki Arnari ágóðann af poppsölunni.

Davíð Þór Friðjónsson er 9 ára drengur á Dalvík sem hefur mikinn áhuga á Björgunarsveitinni og vonast til þess að starfa í henni þegar hann hefur aldur til. Á fiskidaginn afhenti hann Björgunarsveitinni á Dalvík ágóðann af sölunni sem hann stóð fyrir á fiskisúpukvöldinu, sem haldið var daginn fyrir Fiskidaginn mikla á Dalvík. Þar seldi hann popp til gesta og gangandi til þess að styrkja Björgunarsveitina. Á myndinni sést hann afhenda Hauki Arnari Gunnarssyni 12.000 kr. sem honum tókst að safna með sölunni.
Björgunarsveitin þakkar honum sérstaklega vel fyrir og segir það ómetanlegt að hafa svona góða bakhjarla í kringum sig á öllum aldri.

Að neðan má sjá tilkynninguna frá Björgunarsveitinni í heild sinni.

 


Goblin.is

UMMÆLI