1,3 milljónir í Eurovision safn á Húsavík

1,3 milljónir í Eurovision safn á Húsavík

Könnungarsögusafnið ehf. á Húsavík hefur hlotið 1,3 milljónir króna í styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra árið 2021 til að koma upp tímabundnu Eurovisionsafni í bænum.

Könnunarsafnið vinnur nú að því að koma upp Eurovision safninu í kjölfar kvikmyndar Netflix þar sem Húsavík var í aðalhlutverki. Safnið mun samanstanda af sýningu um sögu Eurovision keppninnar og tveimur minni sýningum um Söngvakeppni RÚV og um kvikmynd Netflix.

Þá mun safnið standa fyrir Eurovison hátíð í kringum opnun þess í maí 2021 til að efla enn frekar tengingu Húsavíkur við keppnina. Markmiðið er að auka áhuga fylgjenda keppninnar á heimsókn til Íslands.

Hér má sjá öll verkefnin sem hlutu styrk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó