Tvær úr KA/Þór með U17 á EM

U17 ára landslið kvenna í handbolta er nú á leið til Makedóníu þar sem liðið mun taka þátt í lokakeppni EM.

Í 16 manna hópi íslenska liðsins eru tveir leikmenn KA/Þór, þær Margrét Einarsdóttir og Ólöf Marín Hlynsdóttir. Báðar komu þær töluvert við sögu með KA/Þór í 1.deildinni á síðustu leiktíð en Ólöf Marín skoraði þrettán mörk í átján leikjum. Margrét er markvörður og kom við sögu í fimmtán leikjum.

Ísland er í riðli með Slóveníu, Búlgaríu, Ísrael og Kósóvó og er fyrsti leikur stelpnannna gegn Kósóvó næstkomandi mánudag.

Hópurinn í heild sinni

Alexandra Líf Arnarsdóttir, Haukar
Auður Ester Gestsdóttir, Valur
Berta Rut Harðardóttir, Haukar
Birta Rún Grétarsdóttir, HK
Embla Jónsdóttir, FH
Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, Fram
Harpa María Friðgeirsdóttir, Fram
Ísabella Maria Eriksdóttir, Valur
Katla Magnúsdóttir, Selfoss
Lena Margrét Valdimarsdóttir, Fram
Margrét Einarsdóttir, KA/Þór 
Ólöf Marín Hlynsdóttir, KA/Þór 
Sara Dögg Hjaltadóttir, Fjölnir
Sara Sif Helgadóttir, Fjölnir
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK
Þóra María Sigurjónsdóttir, Afturelding

Ólöf Marín Hlynsdóttir. Mynd af heimasíðu KA

UMMÆLI