Snjóframleiðsla er hafin í Hlíðarfjalli

 

Skíðasvæðið stefnir á opnun 30. nóvember.

Snjóframleiðsla er nú hafin á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Enn er þó talsvert í að hægt verði að renna sér þar í brekkunum, en stefnt er að því að opna svæðið í lok mánaðar.

Mikil snjókoma gerði vart við sig á Akureyri á föstudaginn og laugardaginn síðastliðinn og starfsmenn skíðasvæðisins brugðust fljótt við og hófu snjóframleiðsluna samstundis um helgina. Nú er beðið eftir að frostið skelli á til þess að hægt sé að framleiða meira.
30. nóvember stendur enn þá sem opnunardagur skíðasvæðsins en það fer allt eftir verði hvort að sú dagsetning verði eitthvað fyrr.

 

UMMÆLI

Sambíó