18 mánaða fangelsisdómur fyrir líkamsárás á Akureyri

18 mánaða fangelsisdómur fyrir líkamsárás á Akureyri

Landsréttur staðfesti í dag 18 mánaða fangelsisdóm yfir Magnúsi Norðquis Þóroddssyni fyrir líkamsárás og frelsissviptingu í apríl 2016. Þetta kemur fram á mbl.is.

Magnús var fundinn sekur um að hafa veist að öðrum manni og draga hann upp úr heitum potti á sólpall þar sem hann sneri manninum niður í glerbrot og lamdi hann ítrekað í andlitið.

Hann var einnig fundinn sekur um að hafa svipt manninn frelsi sínu með því að færa hann rænulausan frá Giljahverfi upp að Fálkafelli þar sem hann hélt áfram að beita hann ofbeldi.

Í dómnum segir að þar hafi meðal annars verið sparkað eða trampað á höfði hans og að hann hafi verið svo skilinn eftir meðvitundarlaus og slasaður við Fálkafell. Vegfarandi kom að manninum fyrir tilviljun nokkrum klukkustundum síðar.

UMMÆLI

Sambíó