184 stúdentar brautskráðir frá MAMynd/MA

184 stúdentar brautskráðir frá MA

Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 145. sinn í dag 17. júní við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni. Alls voru 184 stúdentar brautskráðir. Dúx skólans er Árni Stefán Friðriksson sem brautskráðist af raungreina- og tækniibraut með meðaleinkunnina 9,52. Þórey Steingrímsdóttir var semidúx með meðaleinkunnina 9,35.

Árni Stefán var í Gettu betur liði MA sem komst í undanúrslit í vetur. Hvatningarverðlaun MA fékk liðsfélagi hans úr Gettu betur, Sólveig Erla, en þau verðlaun eru ætluð nemanda sem hefur jákvætt viðhorf til náms, skólans og nemenda og hefur jákvæð áhrif á samfélagið í kringum sig.

Sigríður Steinbjörnsdóttir íslenskukennari lætur af störfum eftir 37 ára farsæla kennslu við skólann og var sérstaklega kvödd við athöfnina og fékk hún gullugluna, heiðursmerki skólans.

Framundan er svo rúmlega 1000 manna veisla í kvöld, nýstúdentanna, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans í Íþróttahöllinni og hefur stúdentasveislan sjaldan verið fjölmennari. Þar verður fjöldi skemmtiatriða sem nýstúdentar sjá um. Þau marsera svo að venju um miðbæinn um kl. 23 í kvöld og dansa og syngja á Ráðhústorginu.

Lesa má tilkynninguna í heild sinni á vef Menntaskólans.

UMMÆLI