20 verkefni á Norðurlandi eystra hlutu styrk úr Orkusjóði

20 verkefni á Norðurlandi eystra hlutu styrk úr Orkusjóði

Orkusjóður hefur tilkynnt útlutun sína árið 2022 en að þessu sinni var áhersla lögð á bætta orkunýtingu, minnkun olíunotkunar í raf- og lífeldsneyti og metan, hleðslustöðvar fyrir samgöngur og orkuskipti i haftengdri starfsemi.

20 verkefni á Norðurlandi eystra af 137 (14,6%) hlutu styrk að þessu sinni, samtals rúmlega 48 m.kr. af þeim 872 m.kr. sem til úthlutunar voru, sem samsvarar 5,5% af heildarúthlutun. Stærstu styrkirnir á landsvísu voru 75 m.kr. en stærsta styrkinn á Norðurlandi eystra hlaut Hafnasamlag Norðurlands, 20 m.kr. fyrir landtengingu skemmtiferðaskipa við Torfunesbryggju.

Þá er ljóst að fjöldi rafhleðslustöðva mun rísa á næstunni í landshlutanum en 14 aðilar hlutu styrki á bilinu 127 þús – 5 m.kr. fyrir kaup og uppsetningu á slíkum stöðvum.

Hér er hægt að sjá yfirlit yfir alla styrki sem veittir voru að þessu sinni

Frétt úr fréttabréfi SSNE sem má nálgast í heild sinni með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó