23 smit á Akureyri

23 smit á Akureyri

23 einstaklingar eru smitaðir af COVID-19 á Akureyri. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag. Smitum hefur því fjölgað töluvert frá því í gær þegar 22 voru smitaðir á öllu Norðurlandi eystra.

Yfirlæknir heilsugæslunnar segir í samtali við RÚV að það sé greinileg fjölgun smita á milli vikna. Tveir hafi verið lagðir inn á sjúkrahúsið á Akureyri vegna veirunnar en eru útskrifaðir.

36 prósent þeirra sem smitast hafi á Akureyri voru þegar í sóttkví við greiningu. Jón Torfi Halldórsson yfirlæknir heilsugæslunnar á Akureyri segir 256 sýni hafa verið tekin á stöðinni, 22 af þeim hafa verið jákvæð eða 8,6 prósent.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó