2,5 milljónir hafa safnast fyrir nýjum snjótroðara

2,5 milljónir hafa safnast fyrir nýjum snjótroðara

Safnast hafa 2,5 milljónir króna fyrir nýjum snjótroðara fyrir Skógræktarfélag Eyfirðinga á tveimur og hálfri viku.

Sérstakur söfnunarreikningur var stofnaður í nafni félagsins á dögunum þar sem núverandi snjótroðari er orðinn ríflega 40 ára gamall. Nýr snjótroðari kostar 35 milljónir og Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur gefið sér eitt ár til að ná þeirri upphæð.

„Skógræktarfélag Eyfirðinga leggur metnað í að þjóna útivistarfólki sem sækir Kjarnaskóg. Við finnum að fólk er ánægt með vetrarþjónustuna og sístækkandi hópur notar göngustíga og skíðaspor í skóginum. Snjótroðarinn, ríflega 40 ára gamall, hefur þjónað okkur vel en er nú kominn á lokametrana og er aðeins tímaspursmál hvenær hann setur sitt síðasta spor í Kjarnaskóg. Við viljum sinna gestum skógarins enn betur og því efnum við til söfnunar fyrir nýjum snjótroðara,“ segir í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga.

„Sá sem gróðursetur tré býr til skjól fyrir næstu kynslóð því má segja að skógræktarfólk sé yfirleitt að hugsa um hagsmuni annarra. Snjótroðari gerir mörgum kleyft að njóta og nýta skóginn allan ársins hring – til að viðra sig, viðra ferfætlinginn sinn, hjóla, skokka, skíða, leika, renna sér á sleða og gleyma sér í töfraheimi rétt við bæjardyr Akureyrar.Takk allir sem hafa lagt söfnuninni lið. Látið orðið berast og vonandi grænkar þriðja tréð í skóginum í hlýrri golunni næstu daga.Sjá nánar um söfnunina á kjarnaskogur.is.“

UMMÆLI

Sambíó