Ragnheiður ráðin forstöðulæknir fæðinga- og kvensjúkdómalækna

Ragnheiður ráðin forstöðulæknir fæðinga- og kvensjúkdómalækna

Ragnheiður Baldursdóttir hefur verið ráðin forstöðulæknir fæðinga- og kvensjúkdómalækna á SAk, tímabundið til eins árs. Þetta kemur fram í tilkynningu Sjúkrahússins á Akureyri á Facebook.

Ragnheiður útskrifaðist frá Læknadeild HÍ 1993 og lauk sérfræðinámi frá háskólasjúkrahúsinu Ullevål í Osló árið 2003. Diplóma í opinberri stjórnsýslu heilbrigðisstofnana frá HÍ 2024.

Ragnheiður hefur starfað á SAk frá árinu 2003 og hefur frá árinu 2008 verið staðgengill forstöðulæknis. Yfirlæknir fósturgreiningadeildar frá 2014. Hún innleiddi SÞL með hnakkaþykktarmælingum á SAk árið 2004 og er SAk eini staðurinn utan LSH sem býður upp á þær mælingar. Hún kemur að reglulegri kennslu læknanema, sérnámslækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna og sinnir handleiðslu. Sat í stjórn Félags sjúkrahúslækna 2018–2024 og hefur setið í samninganefnd LÍ frá 2016 til dagsins í dag. Gjaldkeri FÍFK 2010–2021. Hefur starfað í Siðanefnd, Gæðaráði SAk og var einnig formaður Læknaráðs SAk í 3 ár.

„Ég hlakka til áframhaldandi samstarfs með því góða fólki sem starfar á fæðinga-og kvensjúkdómadeildinni. Starfið á deildinni er fjölbreytt og krefjandi en líka mjög gefandi. Við höldum áfram að þróa starfsemina með gæði þjónustu og öryggi sjúklinga og starfsfólks að leiðarljósi,“ segir Ragnheiður.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó