33 íbúða blokk seldist á tveimur dögum

33 íbúða blokk seldist á tveimur dögum

Blokk sem verið er að byggja í Hagahverfinu á Akureyri seldist upp á tveimur dögum. Blokkin sem hefur 33 íbúðir fór í sölu á miðvikudegi og var verktakinn búinn að taka tilboði í allar íbúðirnar á föstudegi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um húsnæðisskort sem gæti víða um landið.

„Undanfarin misseri og sérstaklega undanfarna mánuði hefur verið gríðarlega mikil sala. Síðustu 12 til 15 mánuði eftir að Seðlabankinn lækkaði vextina er hún búin að vera gríðarleg. Ef að salan er orðin mikil þá myndast skortur, það selst allt hreinlega.“ segir Arnar Birgisson, fasteignasali hjá Eignaveri á Akureyri, í fréttinni.

Ekki er einungis mikil sala hjá fasteignasölum bæjarins en 48 umsóknir bárust Akureyrarbæ í 22 lóðir í Holtahverfi á dögunum og voru fyrstu lóðunum þar úthlutað í vikunni. Einnig hefur Akureyrarbær kynnt nýtt hverfi vestan Borgarbrautar þar sem gert er ráð fyrir hátt í þúsund nýjar íbúðir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó