36% eldra fólks í sjálfstæðri búsetu höfðu ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu

36% eldra fólks í sjálfstæðri búsetu höfðu ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu

Í rannsókn sem kom nýlega út í tímariti hjúkrunafræðinga kom í ljós að um 36% eldra fólks í sjálfstæðri búsetu sem fékk heimahjúkrun á Akureyri höfðu ákveðnar eða sterkar líkur á vannæringu.

„Vannæring hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu, vannærðir einstaklingar lifa skemur, fá frekar sýkingar og þola og svara verr meðferð. Sjúkrahúslegur eru t.d. lengri og endurinnlagnir mun algengari hjá þessum hóp miðað við vel nærða skjólstæðinga.“

Verkefnið var hluti af meistaraverkefni Söndru og var Laufey Hrólfsdóttir aðalleiðbeinandi hennar. Höfundar eru: Sandra Ásgrímsdóttir, Laufey Hrólfsdóttir, Berglind Soffía Blöndal og Árún Kristín Sigurðardóttir.

Í tilkynningu á vefsíðu SAk eru einnig settar fram þrjár fræðilegar spurningar ásamt svörum við þeim sem sýna fram á gagnsemi rannsóknarinnar.

Hvernig má hagnýta niðurstöður rannsóknarinnar í hjúkrun eða íslenskri heilbrigðisþjónustu?

Tryggja þarf að eldra fólk sé skimað fyrir áhættu á vannæringu í samræmi við klínískar leiðbeiningar ásamt því að efla samvinnu milli sjúkrastofnana og næringarfræðinga með eftirfylgni eftir útskrift.

Hvaða þekkingu bæta niðurstöður þessarar rannsóknar við hjúkrunarfræði?

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að eldra fólk með LÞS ≥ 30 glímir ekki síður við vannæringu eða er í áhættu á vannæringu. Því er mikilvægt að skima alla skjólstæðinga, óháð holdafari.

Hver geta áhrif rannsóknarinnar orðið á störf hjúkrunarfræðinga?

Hjúkrunarfræðingar eru í lykilstöðu til að skima eldra fólk fyrir áhættu á vannæringu og vísa áfram í þverfagleg úrræði.

Lesa má greinina í heild sinni hér á bls. 72: Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2.tbl 2024 by Tímarit hjúkrunarfræðinga – Issuu

UMMÆLI