4 eftir í sóttkví á Norðurlandi eystra

4 eftir í sóttkví á Norðurlandi eystra

Nú eru aðeins fjórir einstaklingar eftir í sóttkví í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Áfram eru fjórir í einangrun vegna smits. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Facebook.

Á landinu öllu greindust 10 ný innanlandssmit í gær og er fjöldi einstaklinga með virkt smit nú 120. Einstaklingum í sóttkví fjölgaði um hátt í 100 á milli daga og eru nú 535 talsins.

Lögreglan segir að áfram verði sinnt eftirliti í tengslum við sóttvarnarreglur vegna Covid-19. Lögreglan minnir einnig á að allir þurfa áfram að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum og fara eftir öllum þeim leiðbeiningum sem settar hafa verið.

Þrjú smitanna á Norðurlandi eystra eru á Akureyri en eitt er á Laugum.

UMMÆLI