4 virk smit á Norðurlandi eystra

4 virk smit á Norðurlandi eystra

Eitt nýtt smit vegna Covid-19 greindist á Norðurlandi eystra í gær samkvæmt tölum sem birtar voru á covid.is klukkan 11.

Fyrir voru þrjú virk smit í umdæminu og því virk smit á svæðinu orðin fjögur samtals. Ekki hefur verið gefið upp nákvæm staðsetning á fjórða smitinu en smitin þrjú sem voru fyrir voru öll á Akureyri.

107 eru í sóttkví á Norðurlandi eystra. Alls greind­ust 39 ný kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær.

UMMÆLI