Aðeins sex af 64 sveitarfélögum landsins uppfylla allar skyldur sínar í gerð reglna um stoð- og stuðningsþjónustu og misræmi er í framsetningu reglnanna eftir sveitarfélögum. Af þessum sex sveitarfélögm sem uppfylla skyldur sínar eru 5 staðsett í Eyjafirði.
Aðeins 16 höfðu sett sér reglur um frístundaþjónustu og einungis sex sveitarfélög höfðu í gildi allar þær reglur sem athugun stofnunarinnar náði til og höfðu þær uppfærðar í samræmi við gildandi lög. Voru það Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Reykjavíkurborg og Svalbarðsstrandarhreppur.
Þetta kemur fram í niðurstöðum frumkvæðisathugunar Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála sem birtar voru í gær.
UMMÆLI