5 laga teip væntanlegt frá KÁ-AKÁ

KÁ-AKÁ

Rapparinn Halldór Kristinn Harðarsson eða KÁ-AKÁ greindi frá því í dag að hann hefði lokið við upptökur á 5 laga teipi í vikunni. Lögin munu koma út á næstunni. Lögin vann Halldór rappari í samstarfi við Björn Val sem hefur unnið mjög náið með tónlistarmönnum eins og Emmsjé Gauta og Úlf Úlf.

KÁ-AKÁ hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið ár og hafa lög á borð við Yuri og Draugar vakið miklar vinsældir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó