Gæludýr.is

50 flóttamenn flytja til Blönduóss og Hvammstanga í vor

50 flóttamenn flytja til Blönduóss og Hvammstanga í vor

50 sýrlenskir flóttamenn munu setjast að á Blönduósi og Hvammstanga í vor. Sveitarstjóri Blönduósbæjar, Valdimar O. Hermannsson, segir að ekki sé búið að finna fólkinu húsnæði en sé í engum vafa að það verði gert fljótlega og vel verði tekið á móti þeim. Aðalega eru þetta fjölskyldur, foreldrar með 1-3 börn með sér. Þetta kemur fram í frétt Rúv sem fjallaði fyrst um málið.

Haldinn verður íbúafundur í næstu viku á Blönduósi en að mörgu þarf að hyggja. Það þarf að skipuleggja móttöku fjölskyldanna, stofna stuðningsfjölskyldur, gera ráðstafanir í félagsþjónustum, skólum og finna húsnæði.

Ekki er mikið um laus húsnæði á Blönduósi um þessar mundir því íbúum hefur fjölgað mjög hratt síðustu ár. Möguleiki er á að leitað verði til Skagastrandar með samstarf til að allir fái örugglega húsnæði en það kemur betur í ljós síðar.

Sambíó

UMMÆLI