60,7 milljónir í 11 verkefni

60,7 milljónir í 11 verkefni

Stjórn samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE, hefur tekið ákvörðun um áhersluverkefni ársins 2021 og fjárframlög til þeirra. Hilda Jana Gísladóttir, formaður samtakanna og bæjarfulltrúi á Akureyri greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Sjá einnig: Unnið að því að koma listnámi á háskólastigi að á Akureyri

„Um er að ræða 11 mikilvæg og metnaðarfull verkefni sem meðal annars er ætlað að fylgja eftir markmiðum Sóknaráætlunar landshlutans og áherslum ársþinga samtakanna. Ég þreytist ekki á því að hrósa þeim ráðherrum og ráðuneytum sem treysta heimafólki með þessum hætti til þess að taka ákvarðanir um hvernig best sé að blása til sóknar í okkar landshluta,“ skrifar Hilda Jana.

Alls voru 60,7 milljónum króna úthlutað að þessu sinni í eftirfarandi verkefni, en verkefnin verða kynnt nánar á heimasíðu SSNE á næstunni:

Undirbúningur að stofnun Velferðartæknimiðstöðvar: 10.000.000 kr.
Gerð samgöngustefnu N.eystra – 7.500.000 kr.
Millilandaflug frá Akureyri – 5.000.000 kr.
Norðurslóðamiðstöð Íslands – 14.000.000 kr.
Nýsköpun á Norðurlandi eystra – 3.000.000 kr.
Umhverfismál á Norðurlandi eystra – 6.000.000 kr.
Safnastefna Norðurlands eystra – 3.000.000 kr.
Listnám á háskólastigi – 3.700.000 kr.
Ásgarður – skóli í skýjunum – 4.000.000 kr.
Þáttagerð og miðlun upplýsinga – 3.000.000 kr.
Upptakturinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á Norðurlandi eystra – 1.500.000 kr.


UMMÆLI

Sambíó