64 virk smit á Norður­landi eystra

64 virk smit á Norður­landi eystra

Alls eru 64 virk smit á Norðurlandi eystra í dag og 230 einstaklingar eru í sóttkví. Þetta kemur fram á vef mbl.is í dag.

Það bætast því við 14 ný smit frá gærdeginum og samtals hafa bæst við 24 á síðustu tveimur dögum.

Her­mann Karls­son, hjá aðgerðastjórn Al­manna­varna á Norður­landi eystra, segir í samtali við mbl.is að staðan sé ekki góð. Hann segir að fjöldi í sóttkví muni hækka meira í dag en nú standi yfir smitrakning vegna nýju smitanna 14.

Fram kemur á vef mbl.is að flest nýju smitin séu á Akureyri og Dalvík. Smitin tengjast flest veimur viðburðum, samkvæmi í heimahúsi og jarðarför. Hermann segir að það góða í stöðunni sé að 12 af 14 sem greindust hafi þegar verið í sóttkví.

Hann segir þá að staðan á Sjúkrahúsinu á Akureyri sé ágæt. Í farsóttarhúsinu í Hafnarstræti eru fimm einstaklingar í einangrun og tveir í sóttkví.

Nánari umfjöllun um stöðu Covid á Norðurlandi eystra má nálgast á vef mbl.is með því að smella hér.

UMMÆLI