90 ára afmæli KA

Knattspyrnufélag Akureyrar fagnar 90 ára afmæli í upphafi árs og að því tilefni verður boðað til veislu í KA-heimilinu þann 13. janúar næstkomandi. Boðið verður upp á veislumáltíð frá Bautanum og munu Páll Óskar, Eyþór Ingi, Hamrabandið, Vandræðaskáld, Siggi Gunnar og fleiri skemmta gestum.

Miðasala fer fram í KA heimilinu eða í gegnum netfang hjá Siguróla (siguroli@ka.is) og Gunna Nella (gunninella@outlook.com).

Á heimasíðu KA segir: „Það er ljóst að þetta verður veisla sem enginn tengdur félaginu vill missa af. Ekki hika við að bóka miða á þessa mögnuðu skemmtun, hlökkum til að sjá ykkur á þessum merku tímamótum, áfram KA!“

 

Afmæliskaffi KA verður einnig á sínum stað í KA heimilinu sunnudaginn 7. janúar klukkan 14:00. Þarerður boðið upp á glæsilegt veisluborð af kökum og skemmtilega dagskrá.
ArticChallenge

UMMÆLI

Sambíó