92% lesenda vilja Costco til Akureyrar

92% lesenda vilja Costco til Akureyrar

Eins og við höfum áður greint frá á Kaffinu var stofnaður Facebook hópur sem hvetur til opnunnar heildsöluverslunarinnar Costco á Akureyri. Hópurinn hefur stækkað hratt og eru nú um 7500 manns búnir að skrá sig í hópinn.

Sjá einnig: Krefjast þess að fá Costco til Akureyrar

Vegna þessa áhuga ákváðum við á Kaffinu að gera könnun meðal lesanda um hvort vilji væri fyrir því að bandaríska verslunin vinsæla kæmi hingað norður. Viðbrögð létu ekki á sér standa en alls tóku 1700 lesendur þátt.

Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en 92% þeirra sem tóku þátt sögðu já. 8% lesenda okkar hafa þó ekki áhuga á því að fá Costco til Akureyrar.  Það er því ljóst að lang flestir lesendu okkar eru spenntir og vilja ólmir sjá Costco á Akureyri.

Goblin.is

UMMÆLI

Sambíó