95 í einangrun á Norðurlandi eystra – 8 ný smit um helgina

95 í einangrun á Norðurlandi eystra – 8 ný smit um helgina

95 einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid-19 smits á Norðurlandi eystra. 8 ný smit bættust við um helgina og þar af voru tveir fyrir utan sóttkví. Þetta kemur fram í upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í dag.

Fjölmörg verkefni voru hjá lögreglunni um helgina og fjölgaði mikið í sóttkví á svæðinu.

Lögreglan birtir reglulega á Facebook síðu sinni töflu sem sýnir fjölda smita eftir póstnúmerum á Norðurlandi eystra. Hún sýnir fjölda einstaklinga í einangrun og í sóttkví.

https://www.facebook.com/logreglannordurlandieystra/posts/2761575754094690

UMMÆLI