A! Gjörningahátíð fór fram í áttunda sinn

A! Gjörningahátíð fór fram í áttunda sinn

A! Gjörningahátíð fór fram á Akureyri á dögunum og nú í áttunda sinn. A! er haldin árlega og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. 23 alþjóðlegir listamenn tóku þátt og komu frá Króatíu, Rússlandi, Bandaríkjunum, Póllandi og Íslandi. Þátttakendur voru Áki Sebastian Frostason, Dýrfinna Benita Basalan, Kaktus, Katrin Hahner, Olya Kroyter, Rashelle Reyneveld, Rösk, Tricycle Trauma og Örn Alexander Ámundason. Að þessu sinni fóru gjörningarnir fram í Listasafninu á Akureyri, Hlöðunni í Litla-Garði, Deiglunni, Kaktus, Einkasafninu og á Ketilkaffi.

A! Gjörningahátíð er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Gilfélagsins, Vídeólistahátíðarinnar Heim, Listnámsbrautar VMA og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. A! er styrkt af Safnasjóði og verður næst haldin 5.-8. október 2023.

Meðfylgjandi eru myndir frá hátíðinni:

Sambíó

UMMÆLI