Áætlunarflug milli Sviss og Akureyrar í sumarLjósmynd: Markaðsstofa Norðurlands

Áætlunarflug milli Sviss og Akureyrar í sumar

Svissneska flugfélagið Edelweiss verður með áætlunarflug milli Zürich og Akureyrar í sumar. Á heimasíðu flugfélagsins eru nú til sölu flugmiðar frá Akureyrarfluvelli til Zürich á hverjum föstudegi frá 20. júní til 15. ágúst.

Akureyringar þurfa þó ekki að bíða þar til í sumar til að heimsækja Zürich, því þangað verður flogið vikulega á sunnudögum frá Akureyrarflugvelli næstu sex vikurnar. Þar er um að ræða leiguflug á vegum Svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki, en þetta er annað árið í röð sem hún býður upp á vetrarferðir til Akureyrar. Hægt er að kaupa sæti í flugin í vetur hjá Verdi Travel á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó