Aðgengi og umferðaröryggi við Bónus Naustahverfi bætt

Aðgengi og umferðaröryggi við Bónus Naustahverfi bætt

Aðgengi og umferðaröryggi við Bónus Naustahverfi hefur verið bætt til muna með nýjum aðreinum og fráreinum út á Miðhúsabraut. Frá þessu er greint á vef Akureyrarbæjar í dag.

Þar segir að nýju leiðirnar séu staðsettar við norðvesturhorn bílastæðisins. Þar með minnkar álag á það sem var áður eina inn- og útkeyrslan við Kjarnagötu þvert á gönguleið.

„Í tengslum við þessa breytingu var ráðist í ýmsar framkvæmdir innan og utan lóðar Bónuss. Graseyja hefur verið útbúin til þess að aðgreina inn- og útkeyrslu frá bílastæði og um leið var Miðhúsabrautin breikkuð lítillega á kaflanum niður að hringtorgi. Miðeyjunni er ætlað að koma í veg fyrir U-beygjur og beina umferð niður á hringtorg þar sem er auðvelt að snúa við ef þörf krefur. Eins hefur nokkrum bílastæðum verið bætt við á norðurhliðinni,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

Þar að auki var var tveimur ljósastaurum bætt við á Miðhúsabraut og tveimur innan lóðar Bónus til að bæta lýsingu á þessu svæði. Þessar aðgerðir eru samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Haga og Rarik.

Sambíó

UMMÆLI