Áður en ég dey veggur afhjúpaður á Amtsbókasafninu

Áður en ég dey veggur afhjúpaður á Amtsbókasafninu

Fimmtudaginn 13. Júní kl. 17:00 verður Áður en ég dey veggur afhjúpaður í Amtsbókasafninu á Akureyri. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem sett hefur verið upp um allan heim og nú í fyrsta sinn hér á Íslandi.

Áður en ég dey veggurinn er fallegur vettvangur þar sem almenningi gefst tækifæri til að fara yfir farinn veg, horfa til framtíðar og deila framtíðardraumum/óskum/löngunum í opinberu rými. Veggurinn er áminning um að við erum ekki ein, hvatning um mikilvægi þess að eiga sér draum og gera það besta úr lífinu, óháð stétt og stöðu. Þeir sem skapa sjálft listaverkið er almenningur.

Dagskrá:

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri skrifar fyrstu línuna.
Í framhaldinu mun Ómur Yoga & Gongsetur leiða hugleiðslu þar sem lífinu verður fagnað, utandyra fyrir framan safnið, ef veður leyfir.

Veggurinn er framlag Amtsbókasafnsins til Listasumars og nýtur stuðnings Akureyrarstofu.

Sambíó

UMMÆLI