Advania sér um upplýsingakerfi Akureyrarbæjar næstu fimm árin

Advania sér um upplýsingakerfi Akureyrarbæjar næstu fimm árin

Akureyrarbær hefur samið við Advania um að hýsa og reka upplýsingakerfi bæjarins næstu fimm árin. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar þar sem segir:

„Samningurinn var gerður eftir örútboð Ríkiskaupa þar sem tilboð Advania varð fyrir valinu. Möguleiki er á að framlengja samninginn til þriggja ára. Advania varð einnig hlutskarpast í síðasta útboði um verkið og hefur því veitt Akureyrarbæ hýsingar- og rekstrarþjónustu síðan 2014. Nýi samningurinn felur Advania að hýsa áfram og reka öll miðlæg upplýsingakerfi Akureyrarbæjar. Fyrirtækið veitir einnig notendum upplýsingakerfanna þjónustu en þeir eru um 2.000 starfsmenn sveitarfélagsins.“

Sambíó

UMMÆLI