Æskujól í Akureyrarkirkju

Æskujól í Akureyrarkirkju

Þau Ari Ólafsson, Pétur Ernir Svavarsson og Karolína Sif Benediktsdóttir standa fyrir jólatónleikum í Akureyrarkirkju í kvöld frá frá 20:00 til 21:30.

Ari Ólafsson er landsmönnum kunnur en hann tók meðal annars þátt í Eurovision fyrir okkar hönd árið 2018. Karolína Sif er 18 ára stúlka frá Bolungarvík. Pétur Ernir er 19 ára gamall Ísfirðingur. Hann bæði spilar á píanó á tónleikunum sem og syngur. Þá sér hann um allar útsetningar.

Heiðursgestur á völdum tónleikum er Högni Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltalín.

Þríeykið mun meðal annars flytja lagið Æskujól sem er samið af Pétri og Karólínu. Þau fluttu lagið á N4 á dögunum en myndband af því má sjá hér að neðan.

Miðasala á tónleikana í kvöld fer fram á tix.is en börn sem geta setið með foreldrum í sæti fá frítt inn.

https://www.facebook.com/N4Sjonvarp/videos/2436415936619510/
Sambíó

UMMÆLI