Æskujól í Akureyrarkirkju

Æskujól í Akureyrarkirkju

Þau Ari Ólafsson, Pétur Ernir Svavarsson og Karolína Sif Benediktsdóttir standa fyrir jólatónleikum í Akureyrarkirkju í kvöld frá frá 20:00 til 21:30.

Ari Ólafsson er landsmönnum kunnur en hann tók meðal annars þátt í Eurovision fyrir okkar hönd árið 2018. Karolína Sif er 18 ára stúlka frá Bolungarvík. Pétur Ernir er 19 ára gamall Ísfirðingur. Hann bæði spilar á píanó á tónleikunum sem og syngur. Þá sér hann um allar útsetningar.

Heiðursgestur á völdum tónleikum er Högni Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltalín.

Þríeykið mun meðal annars flytja lagið Æskujól sem er samið af Pétri og Karólínu. Þau fluttu lagið á N4 á dögunum en myndband af því má sjá hér að neðan.

Miðasala á tónleikana í kvöld fer fram á tix.is en börn sem geta setið með foreldrum í sæti fá frítt inn.

Æskujól – Pétur Ernir og Karólína Sif

ÆSKUJÓL„Textinn varð óvænt að hálfgerðu ástarlagi“Pétur Ernir Svavarsson og Karolína Sif Benediktsdóttir flytja hér frumsamið lag sem heitir Æskujól. Lagið er hluti af samnefndum jólatónleikum sem þau tvö ásamt Ara Ólafssyni standa fyrir á aðventunni.„Meginþema okkar er fjölskyldan saman um jólin. Þetta eru tónleikar fjölskyldu og vina. Með ást og umhyggju fyrir hvort öðru búum við til okkar allra æskujól.“Æskujól

Posted by N4 Sjónvarp on Friday, November 15, 2019

UMMÆLI

Sambíó