Ætla sér ekki að endurgreiða útskriftarferð menntskælinga

Ætla sér ekki að endurgreiða útskriftarferð menntskælinga

Elísabet Agnarsdóttir, eigandi Tripical segir að ferðaskrifstofan muni ekki bjóða upp á endurgreiðslu á meðan hægt sé að fara í þær ferðir sem boðið er upp á. Þetta kemur fram á Vísi í dag.

Sjá einnig: Telur nemendur eiga fullan rétt á 100% endurgreiðslu

„Við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet í samtali við Vísi en nemendur Menntaskólans á Akureyri hafa til klukkan 14:00 í dag til þess að ákveða hvort þeir treysti sér í ferð til Ítalíu þann 8. júní. Þetta fengu nemendur að vita í tölvupósti frá ferðaskrifstofu Tripical í gærkvöldi.

Nemendum eru boðnir fjórir valkostir ef þeir treysta sér ekki til Ítalíu. Enginn af þeim felur þó í sér fulla endurgreiðslu á ferðinni sem hver nemandi hefur borgað 200 þúsund krónur fyrir.

UMMÆLI