Afhending á 25 leiguíbúðum Bjargs íbúðafélags á Akureyri

Afhending á 25 leiguíbúðum Bjargs íbúðafélags á Akureyri

Á morgun, fimmtudaginn 28. janúar, mun eiga sér stað stór afhending á íbúðum Bjargs íbúðafélags á Akureyri. 25 glænýjar íbúðir verða afhentar nýjum eigendum í Guðmannshaga 2.

Fyrstu leigutakar Bjargs fluttu inn í nóvember síðastliðinn en þetta er seinni afhending. Alls verða 31 íbúðir sem Bjarg mun leigja út við Guðmannshaga.

Verktakinn Lækjarsel sá um framkvæmdina. Bjarg er húsnæðis og sjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.

UMMÆLI