Aflið fagnar 20 ára afmæliFrá heimsókn Elizu Reid forsetafrú

Aflið fagnar 20 ára afmæli

Í tilefni af 20 ára afmæli Aflsins – samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi hafa verið gerðir podcast þættir þar sem farið er yfir sögu samtakanna og rætt við fólk sem hefur komið að starfi samtakanna með ýmsum hætti. Má þar nefna fyrrverandi og núverandi ráðgjafa, fyrrum notanda samtakanna sem og stjórnarfólk frá ýmsum tímum. Hér eru tveir fyrstu þættirnir en næstu daga munu koma inn fleiri þættir.

Aflið var stofnað á Akureyri 18. apríl 2002 í framhaldi af tilraunaverkefni Stígamóta og Jafnréttisstofu og voru stofnendur Aflsins þær Olga Ellen Einarsdóttir, Laufey H. Svavarsdóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Rannveig Guðnadóttir, Sigurlaug Una Hreinsdóttir, Hólmfríður Lilja Bjarkar Jónsdóttir og Sæunn Guðmundsdóttir. Bergrún Sigurðardóttir, sem þá var starfskona Stígamóta og síðar ein af stofnendum Drekaslóðar, var þeim innan handar við stofnun samtakanna og við að taka fyrstu skrefin.

„Aflið þakkar þessum duglegu konum fyrir allt það óeigingjarna starf sem þær hafa unnið fyrir samtökin auk allra þeirra einstaklinga, stofnana og félagasamtaka sem í gegnum árin 20 hafa starfað með og fyrir samtökin með ýmsum hætti. Án alls þessa fólks værum Aflið ekki að fagna þessum merka áfanga,“ segir í tilkynningu.

UMMÆLI