Prenthaus

Áfram hættustig Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á Norðurlandi

Áfram hættustig Siglufirði vegna snjóflóðahættu og óvissustig á Norðurlandi

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra:

  • Áfram hættustig Veðurstofu Íslands vegna snjóflóðahættu og rýming á húsum á Siglufirði
  • Áfram óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi
  • Helstu leiðir Norðanlands ófærar

Mikið hefur bætt á snjó víða á Norðurlandi síðasta sólarhringinn. Mörg snjóflóð hafa fallið síðan á mánudag, þar af nokkur stór.  Ekki hefur verið tilkynnt um snjóflóð frá því að síðustu flóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi, en ekki er hægt að útiloka að fleiri flóð hafi fallið þar sem vegir eru lokaðir og fáir á ferli. Spáð er áframhaldandi norðan hvassviðri með éljum og snjókomu, a.m.k. fram á sunnudag og áfram búist við mikilli snjóflóðahættu.

Næsti stöðufundur vegna rýmingar á Siglufirði verður á morgun, sunnudag klukkan 16.

Samgöngur:
Helstu leiðir Norðanlands eru ófærar en athugað verður með mokstur í fyrramálið.

Fólk er hvatt til þess að fylgjast vel með tilkynningum Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar:

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Lögreglan á Norðurlandi eystra, Veðurstofa Íslands, fulltrúar sveitarfélaga og Vegagerðin fylgjast áfram náið með þróun og stöðu mála.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó