Prenthaus

Áhrif hertra sóttvarnareglna á þjónustu AkureyrarbæjarSíðuskóli

Áhrif hertra sóttvarnareglna á þjónustu Akureyrarbæjar

Grunnskólum Akureyrarbæjar var lokað í morgun vegna hertra sóttvarnaráðstafana stjórnvalda. Sama gildir um sundlaugar og önnur íþróttamannvirki í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ þar sem farið er yfir áhrif hertra sóttvarnareglna í landinu á starfsemi bæjarins. Tilkynningin í heild sinni er hér að neðan:

Sjá einnig: Skilaboð frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í ljósi hertra aðgerða og aukningu á smitum í samfélaginu

10 manna samkomutakmarkanir taka gildi á landsvísu á miðnætti og eiga við um alla sem eru fæddir fyrir árið 2015. Starfsemi sem ekki rúmast innan fjöldatakmarkana er bönnuð. Almennt gilda þessar reglur í þrjár vikur.

Skólarnir:

  • Grunnskólar Akureyrarbæjar verða lokaðir fram að páskum.
  • Starfsemi leikskóla verður áfram með sama hætti og verið hefur.
  • Tónlistarskólinn á Akureyri lokar, en þar verður tekin upp fjarkennsla með svipuðu sniði og í fyrri lokunum. 
  • Foreldrar fá nánari upplýsingar um skólastarf frá einstökum skólum.

Sund, íþróttir og söfn:

  • Sundlaugum bæjarins verður lokað sem og öðrum íþróttamannvirkjum.
  • Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er til skoðunar, hvort hægt verði að hafa hluta þess opið með takmörkunum. Rétt er að fylgjast með heimasíðu og facebook-síðu Hlíðarfjalls.
  • Amtsbókasafnið lokar en boðið verður upp á pantanir líkt og í síðustu lokun, nánar hér.
  • Listasafnið verður opið með takmörkunum.

Þjónustuver í Ráðhúsi verður opið áfram en íbúar eru hvattir til að koma erindum sínum á framfæri í gegnum tölvupóst eða síma eins og kostur er. Þá er tilvalið að nota rafrænar lausnir eins og netspjall og þjónustugátt hér á heimasíðunni. Almennt verður starfsfólk á skrifstofum bæjarins við vinnu heima næstu daga og vikur.

Stjórnendur Akureyrarbæjar vinna nú að því að meta enn frekar áhrif á starfsemi og þjónustu.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó