Ak-inn styrkir Grófina

Ak-inn styrkir Grófina

Í dag færði starfsfólk Ak-inn á Akureyri Grófinni Geðrækt 90 þúsund króna styrk. Til stendur að nýta styrkinn í kaup á myndavél og þrífót í myndvinnsluherbergi samtakanna.

„Þessir peningar fara í unga fólkið okkar,“ segir Pálína Halldórsdóttir sem tók við gjöfinni fyrir hönd Grófarinnar.

Starfsfólk Ak-inn borgaði 1500 krónur á mann úr eigin vasa og fyrirtækið tvöfaldaði svo upphæðina sem safnaðist.

„Í þessu ástandi sem nú varir þykir okkur gríðarlega mikilvægt að gefa af okkur til samfélagsins og styðja við félag eins og Grófina sem unnið hefur frábært starf hér á svæðinu. Það er frábært vita að peningunum sé vel varið í unga fólkið sem á ekki síst erfitt með öllum þeim nauðsynlegu hömlum og takmörkunum sem fylgja þessarri Covid óværu.Við skorum á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og styðja við samtök eins og Grófina sem vinna ómetanlegt starf í þágu samfélagsins,“ segir í tilkynningu frá Ak-inn.

VAMOS AEY

UMMÆLI