Ákærðar fyrir að veitast að 8 ára dreng fyrir utan Síðuskóla

Ákærðar fyrir að veitast að 8 ára dreng fyrir utan Síðuskóla

Tvær konur á þrítugsaldri hafa verið ákærðar fyrir að hafa veist að 8 ára dreng á skólalóð Síðuskóla í september 2017. Konurnar kölluðu á drenginn skammir og fúkyrði og neyddu hann upp í bíl með sér. Þær keyrðu síðan drenginn heim til sín. Eldri konan er ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Hún reif í handlegg drengsins og dró hann á eftir sér í átt að bifreiðinni sem konurnar voru á. Hin konan ók bifreiðinni og var því ákærð fyrir hlutdeild í brotum eldri konunnar.

Saksóknari fer fram á að kon­urn­ar verði dæmd­ar til refs­ing­ar og til greiðslu sak­ar­kostnaðar. Móðir drengs­ins fer fram á fyr­ir hönd hans að fá greidd­ar 1,5 millj­ón­ir í miska­bæt­ur ásamt drátt­ar­vöxt­um.

UMMÆLI

Sambíó