Evrópska Samgönguvikan fer fram dagana 16.–22. september og Akureyrarbær hvetur fjölskyldur til að taka þátt í skemmtilegum leik. Þátttakendur geta unnið lýðheilsukort fyrir alla fjölskylduna auk fjölda aukavinninga.
Það sem þið þurfið að gera til að eiga möguleika á vinningi:
- Safna stigum með því að leysa fjölbreytt verkefni sem tengjast hreyfingu og útivist.
- Senda inn stigafjölda og mynd af fjölskyldunni í skemmtilegri útivist á netfangið samgonguvika@akureyri.is.
Allar fjölskyldur sem taka þátt fara í happdrættispott – dregið þriðjudaginn 23. september. Hægt er að leysa hvert verkefni eins oft og hver vill – því oftar, því betra! Nánari upplýsingar á akureyri.is.


COMMENTS