Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríinu

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríinu

Fimmtudaginn 7. mars og föstudaginn 8. mars geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli og í sundlaugar Akureyrar án endurgjalds. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Einnig verður 50% afsláttur fyrir fullorðna af stökum ferðum í sund og á eins til tveggja daga lyftumiðum þessa tvo daga.

Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar VMA og MA framvísa nemendaskírteinum.

Krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í skíðalyfturnar. Kortin fást í afgreiðslu Hlíðarfjalls.

UMMÆLI

Sambíó