Akureyrarbær endurnýjar samning við Súlur

Akureyrarbær endurnýjar samning við Súlur

Í gær undirrituðu Akureyrarbær og björgunarsveitin Súlur áframhaldandi samning um rekstur sveitarinnar. Samningurinn tekur til skilgreinds hlutverks björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri og einnig er kveðið á um aðstoð við Slökkvilið Akureyrar þegar þörf krefur.

Í því felst að útvega bifreið og bílstjóra vegna sjúkraflutninga í slæmri færð, aðstoð við slökkvilið vegna verðmætabjörgunar og bátaaðstoð.

„Markmið Akureyrarbæjar með styrkveitingunni er að styðja við starfrækslu björgunarsveitar á Akureyri,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

UMMÆLI

Sambíó