Akureyrarbær hyggst slíta vinabæjarsamstarfi við MurmanskMynd: Akureyri.is

Akureyrarbær hyggst slíta vinabæjarsamstarfi við Murmansk

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur lagt til að vinabæjarsamstarfi við Rússneska bæinn Murmansk verði slitið ásamt aðild að samtökunum Northern Forum. Þetta kemur fram á vef RÚV en þar segir að ástæðan sé innrás Rússa í Úkraínu.

Samstarf hefur ríkt á milli Murmansk og Akureyrar síðan árið 1994. Heimir Örn Árnason, nefndarmaður í bæjarráði, segist búast við því að bæjarstjórn samþykki að slíta samstarfinu í samtali við RÚV. Hann segir að samstarfið hafi verið lítið undanfarin ár og að mörg ár séu síðan eitthvað hafi verið gert.

Bæjarráð lagði auk þess til að Akureyrarbær segði sig úr samtökunum The Northern Forum sem samanstendur að stórum hluta af sveitarfélögum í Rússlandi. Heimir Örn segir að það sé samhljómur innan bæjarráðs um að slíta samstarfinu. Málin bíða nú afgreiðslu bæjarstjórnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó