Akureyrarbær styrkir Andrésar Andar leikanna

Í dag, miðvikudaginn 18. apríl kl. 18.45, verður skrifað undir styrktarsamning Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar vegna Andrésar andar leikanna á skíðum í Hlíðarfjalli.

Athöfnin fer fram í Íþróttahöllinni þar sem Andrésar andar leikarnir verða síðan settir kl. 19.00. Akureyrarbær hefur stutt við mótshaldið með ýmsum hætti frá upphafi en nú verður framlag og styrkur Akureyrarbæjar til ársins 2020 staðfest með samningi.

Framlag bæjarins felst í fjárframlagi og aðstöðu fyrir leikana í Hlíðarfjalli og Íþróttahöllinni. Þannig vill Akureyrarbær halda áfram að styðja við umgjörð og framkvæmd SKA vegna andrésar Andar leikanna í Hlíðarfjalli sem hafa verið haldnir síðan 1976 og eru einn af stærstu árlegu íþróttaviðburðum sem fara fram á Akureyri.

UMMÆLI