Akureyrarhlaup 30. júní næstkomandi

Akureyrarhlaup 30. júní næstkomandi

Akureyrarhlaup fer fram 30. júní næstkomandi. Boðið er upp á þrjár vegalendir 5 km., 10 km. og hálfmaraþon. Keppni í hálfmaraþoni er jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni.

Akureyrarhlaup hefur verið árviss viðburður hjá UFA í þrjátíu ár en fyrsta hlaupið var haldið árið 1992. Hlaupið er ætlað jafnt vönum hlaupurum sem byrjendum og börnum og er kjörin fjölskyldusamvera.

Skráning er hafin á hlaup.is Hægt er að skrá sig í forskráningu til miðnættis 29. júní. Einnig veðrur hægt að skrá sig í World Class við Strandgötu milli kl. 16 og 18 á keppnisdag en þá eru skráningargjöldin hærri.

Nánari upplýsingar um hlaupið er hægt að sjá hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó