Akureyrarkaupstaður verði Akureyrarbær – 77% sammála breytingunniMynd: Kaffid.is/Jónatan Friðriksson.

Akureyrarkaupstaður verði Akureyrarbær – 77% sammála breytingunni

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á þriðjudaginn var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum að breyta heiti sveitarfélagsins úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ. Þá er aðeins lagt til að breyta formlegu heiti sveitarfélagsins en Akureyri heitir að sjálfsögðu eftir sem áður Akureyri. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíður Akureyrarbæjar.

Samþykktin er með fyrirvara um jákvæða umsögn örnefnanefndar og staðfestingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Þegar nýtt heiti hefur verið staðfest af ráðuneytinu skal samþykkt um stjórn sveitarfélagsins breytt til samræmis og tekur nýtt heiti gildi við gildistöku hennar, sbr. 5. og 9. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Dagana 7. til 25. mars sl. gerði Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) könnun þar sem m.a. var spurt um nafn á sveitarfélaginu. Spurningin var svohljóðandi: Núverandi nafn sveitarfélagsins er Akureyrarkaupstaður, hvort vilt þú halda því nafni eða breyta því í Akureyrarbær?

Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en 77% þeirra sem tóku afstöðu vildu breyta nafninu í Akureyrarbær en 23% vildu halda nafninu Akureyrarkaupstaður.

Sambíó

UMMÆLI