Prenthaus

Akureyrarkirkja 80 ára í dagMynd: Kaffid.is/Jónatan.

Akureyrarkirkja 80 ára í dag

Í dag eru 80 ár frá því Akureyrarkirkja var vígð en kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni, þáverandi húsameistara ríkisins. Kirkjan er eitt helsta kennileiti Akureyrar og í raun eins konar tákn bæjarins. Öllum hátíðarhöldum hefur þó verið frestað vegna faraldursins. Séra Svavar Alfreð Jónsson, prestur í Akureyrarkirkju, segir í samtali við Rúv að afmælinu verði fagnað þegar tækifæri gefst. „Við ætluðum að vera með hátíðarmessu en urðum að fresta henni vegna Covid. Þá ætluðum við að taka upp hátíðarhelgistund og sýna á netinu en gátum ekki tekið upp kórsöng vegna Covid. Við frestum því bæði messunni og upptökunni en fögnum þegar leyfi fást,“ segir Svavar

Þykir eitt fegursta kirkjustæði á landinu

Kirkjustæðið þykir eitt það fegursta á landinu. Í kirkjunni er meðal annars steindur gluggi sem lengi var talið að hafi upphaflega verið í dómkirkjunni í Coventry. Líklegra er þó að hann sé úr kirkju í Lundúnum eins og síðari rannsóknir hafa leitt í ljós. Á svölum kirkjuskipsins eru lágmyndir eftir Ásmund Sveinsson. Skírnarfontur kirkjunnar er gerður eftir fyrirmynd Bertels Thorvaldsens.

UMMÆLI

Sambíó